Upplýsingar um verð
2500
Deildin er að fara af stað hjá Hetti/Huginn og við ætlum að byrja tímabilið með stæl.
Við bjóðum öllu okkar frábæra stuðningsfólki, fjölskyldu og vinum á kynningarkvöld þar sem við kynnum markmið sumarsins, leikmannaópinn og þjálfar liðsins sitja fyrir svörum. Innifalið er pizzahlaðborð og gos og kostar litlar 2.500 krónur.
Þá verður ný H/H pizza frumsýnd en hún var búin til af leikmönnum liðsins og á vafalítið eftir að slá í gegn!
Húsið opnar 18:00 og má reikna með að þjálfararnir byrji að kryfja stöðuna svona korteri seinna.
Komdu og hittu liðið, spjallaðu við þjálfara og taktu þátt strax frá byrjun