Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Leðursaumur með Signý Ormarsdóttur

18.-19. mars

Upplýsingar um verð

42.500 kr.
Staðsetning: Hallormsstaðaskóli
Dagsetning: 18.-19. mars 2023
Tímasetning: kl. 09:00 - 16:00
Námskeiðsgjald: 42.500 kr.
Sérfræðingur: Signý Ormarsdóttir vöruhönnuður og listakona
 

Á vinnustofunni verður farið yfir aðferðir við leðursaum, tæki og tól, unnið er með fataleður og saumað á venjulegar heimilissaumavélar. Farið verður yfir leður og lóðfeldi og hvernig mismunandi aðferðum er beitt við saumaskap, fullnýtingu á efninu og útfærslu. Allir þátttakendur sauma eina leðurtösku þar sem farið er í sniðagerð, límingar, ísetningu rennilása, smella eða annarra fylgihluta. Þátttakendur eru hvattir til að koma með eigin áhöld og tæki til leðursaumar, gamlar töskur (endurnýta hluti af þeim eða klæða upp á nýtt) , leðurfatnað eða feldi sem þarfnast viðgerðar eða til endurgerðar og nýta í leiðinni fagþekkingu Signýjar til að auka þekkingu og færni í leðursaum. Ef tími gefst til geta þátttakendur saumað annan hlut eða nýtt tíma til viðgerða ef komið er með slíkt efni. Hvetjum þátttakendur að koma með sýnar eigin saumavélar til að læra betur á þær í leðursaum, vélar með yfirflytjara eru flestar góðar í leðursaum.


Innifalið
Kennsla og fræðsluefni. Efni í eina leðurtösku samkvæmt verkefnalýsingu, afnot af tækjum og tólum til leðursaums. Hádegisverður báða dagana ásamt kaffi og te á vinnustofutíma.

Kannaðu þinn rétt á ferða-, námskeiðs- og tómstundastyrk verkalýðsfélaga og fyrirtækja. Stéttarfélög geta beðið skólann um staðfestingu á þátttöku. 

Nánari upplýsingar eru í síma 471 1761 eða skrifið til hskolinn@hskolinn.is
 
 

GPS punktar

N65° 5' 42.634" W14° 44' 18.249"

Staðsetning

Hallormsstaðaskóli

Sími

Fleiri viðburðir