Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Legganga - Lollinn Norðfjörður

4. október kl. 11:00-13:00
Legganga á fjallið Lollan í Norðfirði verður genginn í krafti kvenna og kvára laugardaginn 4.október kl. 11 undir handleiðslu Þorbjargar Ólafar Jónsdóttur (Bobbu).
Gengið er frá Grænanesvegi og er upphafsstaður á móti Golfvelli Norðfjarðar (Hlaupalækur).
Lollinn er í tæplega 470 metra hæð og er hækkunin því um 440 metrar. Vegalengdin upp er um 2,3 km. Við höfum sunnudaginn 05.10 sem varadag ef veðrið verður eitthvað að stríða okkur.
Gangan er partur af átaki LífsKrafts sem miðar að því að útrýma leghálskrabbameini á Íslandi. Leghálskrabbamein er enn orsök dauðsfalla meðal íslenskra kvenna, þrátt fyrir að með skimun og bólusetningu sé raunhæft að koma í veg fyrir nánast öll tilfelli sjúkdómsins.
Markmið átaksins
- Safna fyrir bóluefnum fyrir þá árganga sem enn eru óbólusettir, konur á aldrinum 25-37 ára, og stuðla að því að allar konur fái vörn.
- Auka vitund og hvetja konur til reglulegrar skimunar og að hlúa að eigin heilsu.
- Sameina krafta samfélagsins – heilbrigðisyfirvöld, félagasamtök og almenning – í sameiginlegri baráttu sem varðar líf og heilsu kvenna á Íslandi.
Ef þú villt taka þátt og halda Leggöngu með þínum gönguhóp, vinahóp eða bæjarfélagi til að sína stuðning í verki sendu okkur póst á lifskraftur2020@gmail.com.
SAMAN getum við tekið stór skref í baráttunni gegn leghálskrabbameini

GPS punktar

N65° 7' 53.580" W13° 44' 51.390"

Fleiri viðburðir