Ný sýning í Gallerí Klaustur – Sigrún Lára Shanko / án titils. 02.09.2023 – 30.09.2023
Allir velkomnir á sýningaropnun laugardaginn 2.september kl 14:00
Sigrún Lára Shanko textíllistamaður hefur sérhæft sig í handgerðum teppum undir merki Shanko Rugs. Hönnun hennar er innblásin af náttúru Íslands. Verkin hafa vakið athygli víða um heim m.a. umfjöllun hjá The Royal Institute of British Architects. Einnig stór myndverk í silki þar sem hún tók fyrir texta úr forn sögum okkar.
Hér á þessari sýningu skynjar hún íslenskt landslag eins og í draumi.
Verkin unnin með blandaðri tækni, akrýl, blaðgyllingu og olíu pastel.
Sigrún Lára fluttist til Vopnafjarðar 2019.
Heimasíða hennar er www.shankodesign.com
Sýningin er opin 11-17 alla daga í september.