Fara í efni

Opin vinnustofa - Matarfrumkvöðullinn

21. febrúar - 21. mars

Upplýsingar um verð

34.500 Kr.

Leiðbeinandi: Oddný Anna Björnsdóttir, viðskiptafræðingur, sjálfstæður ráðgjafi, frumkvöðull og framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla og Beint frá býli.

Verð: 34.500 kr.

Tíma- og staðsetning: Alla þriðjudaga frá 21. febrúar til 21. mars í fjarkennslu (Zoom).

Síðasti skráningardagur: 20. febrúar.

SÆKJA UM: www.austurbru.is/namskeid/matarfrumkvodullinn

 

Ertu með bragðgóða hugmynd?

Á námskeiðinu Matarfrumkvöðullinn farið yfir skrefin fá því hugmynd kviknar þar til vara er komin á markað. Fjallað er um vöruþróun og það helsta sem hafa þarf í huga áður en lagt er af stað í þá vegferð; hvað standi smáframleiðendum til boða, hvernig sækja eigi um starfsleyfi, stofna fyrirtæki, gera viðskiptaáætlun, gæðahandbók og stefnumótandi áætlanir. Farið er yfir grunnstefið í matvælalöggjöfinni, fjármögnunarleiðir og helstu styrki í boði, kosti og galla ólíkra framleiðsluleiða, verðlagningu, söluleiðir og markaðsmál. Fjallað er um regluverkið í kringum matvælaframleiðslu, uppbyggingu stjórnsýslunnar og hvernig eftirliti er háttað. Farið er yfir uppbyggingu matvælamarkaðarins, ólíkar leiðir til að koma vöru í verslun eða beint til neytenda, þróunina á neytendamarkaði og tækifærin í betri merkingum matvæla.

Námskeiðið er samstarfsverkefni Austurbrúar og Hallormsstaðaskóla.

Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að:

  • Hafa góðan skilning á helstu hugtökum sem gott er fyrir matarfrumkvöðulinn að þekkjak
  • Hafa skýra mynd af matvælamarkaðinum og þróuninni á neytendamarkaði
  • Búa yfir þekkingu og skilningi á vöruþróunarferli og markaðssetningu matvæla
  • Hafa yfirsýn yfir regluverkið sem tengist matvælum, stjórnsýsluna og hvernig eftirliti er háttað
  • Þekkja skrefin sem þarf að taka til að stofna fyrirtæki og sækja um starfsleyfi
  • Vita hvar hægt er að nálgast upplýsingar, fá aðstöðu, stuðning, ráðgjöf og styrki
  • Skilja hvað viðskiptaáætlanir, gæðahandbækur og stefnumótandi aðgerðaáætlanir ganga út á og hafa verkfærin til að gera þær
Kennsluskrá

21. febrúar kl. 09:00-12:00
Vöruþróun – það helsta sem þarf að átta sig á.
Gestafyrirlesarar: Björgvin Þór Harðarson, eigandi Korngrís í Laxárdal og Óli Þór Hilmarsson, verkefnastjóri hjá Matís.

28. febrúar kl. 09:30-12:00
Regluverkið, umbúðir og merkingar matvæla.
Gestafyrirlesari: Freydís Dana Sigurðardóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun.

7. mars kl. 09:30-12:00
Stjórnsýsla og eftirlit, stofnun matvælafyrirtækis og starfsleyfi.
Gestafyrirlesari: Eva Michelsen, eigandi Eldstæðisins í Kópavogi.

14. mars kl. 09:30-12:00
Þróun á neytendamarkaði og helstu hagsmunasamtök.
Gestafyrirlesarar: Fjóla Rakel Ólafsdóttir, vöruflokkastjóri hjá Krónunni og Gunnar Sigurðarson, viðskiptastjóri hjá Samtökum iðnaðarins.

21. mars kl. 09:30-12:00
Gerð viðskiptaáætlunar, gæðahandbókar og stefnumótandi áætlana.
Gestafyrirlesari: Þórhildur M. Jónsdóttir, verkefnastjóri Vörusmiðjunnar BioPol á Skagaströnd.

Staðsetning

Vefkennsla

Sími