Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Opin vinnustofa - sjálfbær þróun og heimsmarkmiðin með Guðrún Schmidt

24.-25. janúar

Upplýsingar um verð

6.000 isk
Staðsetning: Hallormsstaðaskóli
Dagsetning: þriðjudagurinn og miðvikudagurinn 24.-25. janúar 2023
Tímasetning: kl. 09:00 - 16:00
Vinnustofugjald: 6.000 kr
 
Innifalið í vinnustofugjaldi

Fræðsluefni frá Guðrúnu, hádegisverður, kaffi og te á vinnustofutíma.

Að skapa framtíðarsýn - sjálfbær þróun, heimsmarkmiðin og loftslagsmál

Guðrún Schmidt er menntaður náttúrfræðingur með master í menntun til sjálfbærni. Guðrún vinnur í fræðslumálum hjá Landvernd, aðallega við Grænfánaverkefnið.


Farið verður í gegnum grundvallaratriði sjálfbæra þróunar, heimsmarkmiða og loftlagsmála og málin sett í samhengið við okkar daglega líf. Áhersla er lögð á valdeflingu einstaklinga m.a. með því að leiðbeina um leiðir út úr áhyggju ástandi yfir í aðgerðar ástand. Virk þátttaka, kynningar, leikir, einstaklings- og hópverkefni eru unnin.


Vinnustofan er mikilvægt innlegg til að auka hæfni og getu einstaklinga til að stuðla að sjálfbærri þróun innan samfélaga. Markmiðið með vinnustofunni er að auka þekkingu einstaklinga á sjálfbærri þróun, heimsmarkmiðum og loftlagsmálum og stuðla að hæfni til virkrar þátttöku, gagnrýninni og þverfaglegri hugsunar, samkenndar og getu til aðgerða.Fjallað er um stóru áskoranir alþjóðasamfélagsins: Að sjálfbær þróun sé höfð að leiðarljósi, að heimsmarkmiðunum verði framfylgt og að árangur náist í loftslagsmálum. Þessi málefni verða tengd við okkar daglega líf.

Skoðum neyslu og vistspor og ræðum út frá vistfræði-, hagfræði- og félagsfræðilegu sjónarhorni, m.t.t. sjálfbærrar þróunar og loftslagsmála. Notast verður við nýstárlegar og þátttökuhvetjandi kennsluaðferðir sem eru í senn uppbyggjandi, leitandi og lausnamiðaðar. Slíkar kennsluaðferðir eiga að auka hæfni í gagnrýninni og þverfaglegri hugsun, að leysa ágreining og komast að niðurstöðu um álitamál. Markimið er að auka meðvitund um mikilvægi samkenndar, réttlætiskenndar og eigin ábyrgð í sjálfbærri þróun. Meðal annars eiga þátttakendur að finna raunverulega aðgerðamöguleika fyrir sig og stjórnvöld sem gætu höfðað til hvers og eins en jafnframt að tengja þá við vandamál og aðgerðamöguleika á heimsvísu. Þannig er verið að efla getu einstaklinga til aðgerða.

Kennsla fer fram bæði á íslensku og ensku.


Nánari upplýsingar eru í síma 471 1761 eða skrifið til hskolinn@hskolinn.is
 
Kannaðu þinn rétt á menntunar-, ferða- eða tómstundastyrk verkalýðsfélaga og fyrirtækja. Stéttarfélög geta beðið skólann um staðfestingu á þátttöku. Með því að gefa upp stéttarfélagið þitt hér að neðan veitir þú skólanum leyfi til að senda staðfestingu um þátttöku til félagsins.

GPS punktar

N65° 5' 42.731" W14° 44' 18.017"

Staðsetning

Hallormsstaðaskóli

Sími

Fleiri viðburðir