Pétur Jóhann ætlar að taka léttan rúnt um landið í vetur og græta landan úr hlátri 

Í þetta skiptið verður Pétur með splunkunýtt efni þar sem hann fer um víðan völl og lætur gamminn geysa. Einnig má gera ráð fyrir að kötturinn, Gunnþór og fleiri snillingar líti við.

Fyrri uppistandssýningar Péturs (Óheflaður & óhæfur) nutu gríðarlegra vinsælda og voru báðar mjög langlífar.


ATH 16 ára aldurstakmark.