Gefðu gamalli flík nýtt líf á vinnustofu í skapandi fataviðgerðum. Laugardaginn 1. nóvember stýrir textílhönnuðurinn og listakonan Ýr Jóhannsdóttir skapandi fataviðgerðarsmiðju í Hallormsstaðaskóla. Götótt og gömul föt öðlast nýtt líf og merkingu með einföldu handverki, teikningu, þráðum og leik. Ýr leiðir þátttakendur áfram í tilraunum með skapandi lagfæringar þar sem einfalt handverk og leikur er í aðalhlutverki. Smiðjan hentar bæði byrjendum sem lengra komnum.
.
.
Nánari upplýsingar og skráning hér:
https://forms.gle/MYrd1QUtohT2qhQZ8