Velkomin á Hótel Eskifjörð – Notaleg gisting í hjarta bæjarins
Hótel Eskifjörður er staðsett í miðbænum með einstöku útsýni yfir fjörðinn og Hólmatindinn. Hótelið er í göngufæri við veitingastaði, verslanir og höfnina – allt sem þú þarft er innan seilingar.
Húsið sjálft hefur áhugaverðan uppruna; það var upphaflega Landsbanki Íslands og nær saga staðarins aftur til ársins 1918. Sumarið 2015 var byggingin endurnýjuð og breytt í hlýlegt hótel.
Við bjóðum upp á 17 hjónaherbergi sem hönnuð eru með þægindi gesta í huga.
Öll herbergi eru með:
- Sérbaðherbergi með sturtu, salerni, vaski og hárblásara
- Flatskjá með fjölbreyttu úrvali af erlendum sjónvarpsstöðvum
- Ókeypis þráðlaust internet
- Te-/kaffiaðstöðu
- Myrkvunargardínur til að tryggja góða hvíld, jafnvel yfir björtustu sumarnætur
- Hlýlega lýsingu sem skapar notalegt andrúmsloft
Við bjóðum einnig upp á:
- Aðgengilegt herbergi fyrir gesti með skerta hreyfigetu
- Rúmgott fjölskylduherbergi fyrir 2 fullorðna og 2–3 börn
Hvort sem þú ert hér til að njóta náttúrunnar eða slaka á við fjörðinn, hlökkum við til að taka vel á móti þér á
Hótel Eskifirði.