Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Haustin á Íslandi ganga frekar fljótt yfir – og áður en maður veit af er sumarið allt í einu orðið að vetri. Haustið er engu að síður sú árstíð þar sem að litadýrð náttúrunnar nær einhverskonar hámarki. Haustin eru einnig tími uppskerunnar og því upplagt að lýta við á þeim fjölmörgu veitingastöðum sem að ferðaleiðin hefur uppá að bjóða.

Það er á haustin sem norðurljósin fara fyrst að láta á sér bera. Yfirleitt er kveikt á þeim strax í september þegar dagana tekur að stytta og þá má einnig búast við því að fyrstu snjókornin fari að falla á svipuðum tíma. Bændur fara þá að sækja sauðfé sitt á fjöll og ef heppnin er með þér gætir þú fengið að taka þátt í þeim ævaforna sið þegar bændur aðskilja fé sitt frá öðru í réttum. Farfuglar kveðja landshlutann sömuleiðis á þessum árstíma og því upplagt að gera sér ferð í fólkvanginn á Hólmanesi, mitt á milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, og kveðja fuglana sem flestir halda suður á bóginn í leit að sól og sumri.

Ef vel viðrar og lítið hefur snjóað í fjöll er vegurinn yfir í Mjóafjörð yfirleitt aðgengilegur út september. Í venjulegi árferði er vegurinn yfirleitt lokaður frá október og fram í maí. Best er að kynna sér færð á vegum á vef Vegagerðarinnar á þessum árstíma áður en haldið er af stað.

Mjóafirði undanskildum ættu önnur bæjarfélög sem liggja að ferðaleiðinni að vera vel aðgengileg og iðandi af lífi. Fjöldi menningarviðburða fer fram á haustinn og má þar m.a. nefna Daga Myrkurs þar sem myrkrinu er fagnað út um allt Austurland í lok október. Söfn og setur eru enn opin og veitingastaðir í fullu fjöri.

Þeir sem flakka um firði yfir haustmánuðina gætu dottið í lukkupottinn og gengið fram á hreindýr. Þegar kólna fer á fjöllum og veturinn minnir á sig færa hreindýrin sig niður að strönd. Það er ekki óalgeng sjón að sjá hreindýrahjarðir við vegi þegar ferðaleiðin er ekin – en Austurland er eini landshluti Íslands þar sem hreindýr viðhafast.

Ferðaleiðin endar á Neskaupstað sem er tilvalinn áningarstaður fyrir þreytta ferðalanga. Hér gefst tækifæri til þess að snúa við og halda aftur til Egilsstaða – eða þá í suðurátt og halda vegferðinni um firði Austurlands áfram. Hægt er að tengjast beint inn á ferðaleið sem liggur um Austurströndina og er þá ekið í átt að Fáskrúðsfirði.

Við mælum með að taka góðan tíma í ferðalagið til að njóta sem best þess sem fyrir augu ber á leiðinni. Hægt er að útbúa eigin útgáfu af ferðaleiðinni með því að nota „Mitt uppáhald“ möguleikann hér á síðunni. Þannig getur þú skipulagt draumaferðalagið þitt um Austurland á þann hátt sem þér hentar best. Góða skemmtun!

Áhugaverðir staðir

Afþreying

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
East Highlanders
Hús Handanna
Minjasafn Austurlands
Sláturhúsið
Skaftfell - myndlistarmiðstöð Austurlands
Tækniminjasafn Austurlands
Sundhöllin Seyðisfirði
Upplýsingamiðstöð Seyðisfjarðar (Landamæramiðstöð)
Skorrahestar ehf
Sundlaugin Neskaupstað
Ferðaþjónustan Mjóeyri
Sundlaugin Eskifirði
Tanni ferðaþjónusta ehf.

Aðrir (8)

Austursigling ehf. Fjörður 4 710 Seyðisfjörður 899-2409
Golfklúbbur Seyðisfjarðar Kúahagi / Vesturvegi 710 Seyðisfjörður 893-6243
Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn Reyðarfirði - (Svæðismiðstöð) Heiðarvegur 37 730 Reyðarfjörður 470-9000
Golfklúbbur Byggðarholts / GBE Bogahlið 2 735 Eskifjörður 892-4622
Ferðafélag Fjarðamanna 740 Neskaupstaður 847-1690
Golfklúbbur Norðfjarðar Golfskálinn, Grænanesbökkum 740 Neskaupstaður 477-1165
Kajakklúbburinn Kaj Kirkjufjara 740 Neskaupstaður 863-9939
Upplýsingamiðstöð Norðfirði (Svæðismiðstöð) Sundlaugin á Neskaupsstað - Miðstræti 15 740 Neskaupstaður 477-1243

Veitingastaðir

Aðrir (4)

Bókakaffi Hlöðum Hlaðir 700 Egilsstaðir 471-2255
Kaffi Lára - El Grilló Bar Norðurgata 3 710 Seyðisfjörður 4721703
Hótel Capitano Hafnarbraut 50 740 Neskaupstaður 477-1800
Olís - Þjónustustöð Hafnarbraut 19 740 Neskaupstaður 477-1500

Gististaðir

Tjaldsvæðið Hallormsstaðaskógi
Hótel Hallormsstaður
Hotel 1001 nott
Hótel Valaskjálf
Hérað | Berjaya Iceland Hotels
Ferðaþjónustan Mjóeyri
Móðir jörð
Skipalækur
Ferðaþjónustan Sandfellsskógi
Stormur Cottages
Tehúsið Hostel
Vallanes
Óbyggðasetur Íslands
Tjaldsvæðið á Egilsstöðum

Aðrir (2)

Lyngás Guesthouse - Egilsstaðir Lyngás 5-7 700 Egilsstaðir 4711310
Eyjólfsstaðir á Héraði Fljótsdalshérað 701 Egilsstaðir 7730603