Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Composition in Five Movements / Tónverk í fimm köflum

10. febrúar - 10. mars

Skaftfell myndlistarmiðstöð kynnir nýja sýningu í Skaftfelli

10. febrúar – 10. Mars 2023

Opnun 10. Febrúar kl. 17:00-18:00

Composition in Five Movements / Tónverk í fimm köflum

Vídeoverk eftir Barböru Naegelin, Doddu Maggý, Gústav Geir Bollason, Sgurð Guðjónsson og Steinu.

Sýning fimm myndbandsverka sem fjalla um ýmisskonar hreyfingu – fjaðurmagnaða, flöktandi, látlausa, ósjálfráða og dáleiðandi – lýsir upp sýningasalinn í Skaftfelli undir titlinum Composition in Five Movements. Samsýningin veðrur opnuð 10. Febrúar, sem hluti af List í ljósi, ljósahátíð Seyðisfjarðar. Þennan mánuð verður Skaftfell baðað ljósi og litum, sem hugleiðing um hvernig megi rjúfa langvarandi vetrarmyrkrið.

Á sýningunni eru verk eftir fjóra framúrskarandi íslenska vídeolistamenn: Doddu Maggý, Gústav Geir Bollason, Sigurð Guðjónsson og Steinu, auk verks eftir hina þekktu svissnesku Barböru Naegelin, sem vann sitt verk meðan hún dvaldi á Seyðisfirði sumarið 2022.

Teiknuðu myndbandi Barböru Naegelin, Himnu (2022), verður varpað á vegg með spegileiginleikum. Í því er sjónum beint að fyrirbæri skammtafræðinnar, himnuflæði: hreyfingum sameinda yfir gegndræpa himnu. Áhorfandinn sér teiknaðar sameindir hreyfast og dreyfast yfir vegg, um leið og lesari (seyðfirski listamaðurinn Ra Tack) útskýrir vísindaleg lögmál sameindaflæðis.

Sýbreytilegt myndband Doddu Maggýjar, DeCore (aurae) (2012), er sýnt sem samfelld hringrás og áhorfandanum boðið að týna sér í upplyftandi skynjun hraðra litasprengja. Verkið er þögult en var engu að síður skapað með tímasetningar, takt og flæði tónverks í huga – það er mikilvægur hluti af listsköpun Doddu sem tónskálds og myndlistarkonu. Myndir af litum og formum að springa út eru byggðar á blómum á ýmsum stigum blómstrunar.

Innsetningin Blóm undir húð (2020-21) eftir myndlistarmanninn og kvikmyndagerðarmanninn Gústav Geir Bollason samanstendur af tuttugu innrömmuðum „frottage“ kolateikningum af villtum blómum. Einrása myndband á milli teikninganna sameinar þær í eina samfellda, flöktandi mynd ljóss og hreyfingar. Blómin virðast færast í mjúkri golu. Verkið fangar hverfulleika og viðkvæmni lífsins

Slæða (2012), dáleiðandi myndband Sigurðar Guðjónssonar, er tekið í einni einustu, sextíu mínútna langri töku og sýnir sand fjúka yfir svrtar öldur Skeiðarársandar. Sandfokið bylgjast í slæðum yfir öldótt landslagið, að því er virðist endalaust og róar hugann. Listamaðurinn ætlast til að myndbandið „veiti áhorfendum andleg rými til að kúlpa sig út úr sinni eigin meðvitund“.

Í Vindingi (2000) hefur íslenska listakonan Steina – fræg fyrir frumkvöðlastarf sitt í gjörninga- og vídeólist og framlag sitt til tæknibrellugerðar – myndað sjálfa sig dansandi um mannlaust herbergi, sveigjandi líkama sinn til. Myndbandið var unnið með hugbúnaðarforriti sem Steina hannaði í samvinnu við Tom Demeyer hjá STEIM árið 1997 í Amsterdam. Forritið býður upp á að vinna með óþjöppuð myndbönd í rauntíma. Í tilfelli Vindings rekur myndbandið mannlegar hreyfingar með sjóntæknibrögðum vélarinnar. Sem slíkt er verkið hluti af rannsókn Steinu á þróun nýs, sjónræns tungumáls, þar sem leikið er með spennuna á milli náttúrulegs realisma og tæknilegra brellna.

Sýningin er styrkt af: The cantonal Culture Department Basel-Stadt, Swiss Arts Council Pro HelvetiaFylkismenningarráðinu í Basel-stadt, Svissneska listaráðinu Pro Helvetia, Múlaþingi, Menningar- og viðskiptaráðuneytinu og Uppbyggingarsjóði Austurland.

Frekari upplýsingar fást hjá director@skaftfell.is og í síma 845 6017.

 

Gátlisti sýningar

Barbara Naegelin (svissnesk, f. 1967)

Membrane (Himna), 2022

Teiknimynd, varpað á vegg og álþynnur, hljóð í heyrnartólum, lengd 15:36 mín, hringrás

Dodda Maggý (íslensk f.1981)

DeCore (aurae), 2012

Einrásar myndband, lengd 12 mín, hringrás

Gústav Geir Bollason (íslenskur, f. 1966)

Fowers under skin (Blóm undir húð), 2020-21

Sigurður Guðjónsson (íslenskur, f. 1975)

Veil (Slæða), 2012

Einrásar háskerpumyndband, steríó, lengd 60 mín

Steina (íslensk, f. 1940)

Warp (Vindingur), 2000

Einrása stafrænt myndband, lengd 4:13 mín, litur og hljóð

Staðsetning

Skaftfell. Center for Visual Art, East Iceland, 42, Austurvegur, Seydisfjordur, Múlaþing, Eastern Region, 710, Iceland