Upplýsingar um verð
4000
Grýlubörn eru tónlistarfólkið Svavar Knútur, Aldís Fjóla og Halldór Sveinsson. Þau halda til byggða og bjóða upp á skemmtilega samverustund litaða af ýmiss konar "óþekkri" jólatónlist í bland við frumsamin lög frá þeim. Einlægni og gleði er í fyrirrúmi á þessum notalegu tónleikum og þau mæta í Tehúsið með tónleika laugardaginn 29.nóvember klukkan 20:30.
Miðaverð er kr.4000 og miðasala við hurð. Við hlökkum til að sjá ykkur á Egilsstöðum!