Tilvalið tækifæri til að koma og gera ekta heimatilbúið súkkulaðikonfekt fyrir jólin.
Námskeiðið er ætlað öllum sælkerum sem kunna að meta gæðasúkkulaði og afurðir úr því. Á námskeiðinu læra nemendur að vinna faglega með ekta súkkulaði – þar á meðal að búa til skreytingar og ljúffengt konfekt. Hér verður sannarlega gælt við bragðlaukana, því áhersla er lögð á að skapa eðalkonfekt sem njóta má við fjölmörg tækifæri.
Námskeiðið er ætlað öllum sælkerum sem kunna að meta gæðasúkkulaði og afurðir úr því. Á námskeiðinu læra nemendur að vinna faglega með ekta súkkulaði – þar á meðal að búa til skreytingar og ljúffengt konfekt. Hér verður sannarlega gælt við bragðlaukana, því áhersla er lögð á að skapa eðalkonfekt sem njóta má við fjölmörg tækifæri.
Við vinnum með fyrsta flokks hráefni sem auðvelt er að nálgast og förum í grundvallaratriði framleiðslu á konfekti.
Á námskeiðinu fræðir Ásgeir Þór Tómasson bakarameistari og kennari við bakarardeildina í Menntaskólanum í Kópavogi þátttakendur um súkkulaði og konfektgerð ásamt því að kenna temprun súkkulaðis.
Skráning og nánari upplýsingar :