Gítarleikarinn Jón Hilmar Kárason ætlar að taka hús á Austfirðingum frá 22. október til 2.nóvember með splúnku nýtt prógramm þar sem kassagítarinn verður í aðalhlutverki.
Skólastjórinn og heimsmeistarinn í tónleika mætingu verður gestur Jóns á Egilsstöðum. Sóley Þrastardóttir hefur unnið frábært starf við Tónlistarskólann og hefur sett sterkan svip á tónlistarlíf Austurlands. Við spilum og spjöllum um leiðina hingað og kannski hvert hún liggur.
Þú mátt búast við skemmtilegri kvöldstund með tónlist og sögum í bland. Svona eins og lifandi þáttur á Rás 1 á miðvikudagskvöldi.
Miðasala er á www.jonkarason.is og einn miði gildir á alla tónleikana!