Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Tíu Tónleikar - Jón Knútur

24. október kl. 20:30-22:00
Gítarleikarinn Jón Hilmar Kárason ætlar að taka hús á Austfirðingum frá 22. október til 2.nóvember með splúnku nýtt prógramm þar sem kassagítarinn verður í aðalhlutverki.
Það er alltaf gott að spila á Reyðarfirði en gestur Jóns er einmitt alveg að verða að Reyðfirðingi.
Jón Knútur er ljóðskáld og frábær penni. Þeir félagar eru æsku vinir og sigruðu Rokk 4 hljómsveitakeppnina einmitt á Reyðarfirði með hljómsveitinni Siva. Það eru óuppgerð mál þeirra á milli sem verður kafað í á þessum tónleikum.
Þér er óhætt að búast við skemmtilegum tónleikum sem verða svolítið eins og lifandi þáttur á Rás 1.
Miðasala er á www.jonkarason.is og miðinn sem þú kaupir gildir á alla tónleikana.
Tónleikar fara fram á Íslenska Stríðsárasafninu

GPS punktar

N65° 1' 43.262" W14° 14' 7.925"