Upplýsingar um verð
Kósý kvöldstund með Evu og Júlíusi.
Þann 23. maí ætla vinirnir og samstarfsfélagarnir Júlíus Óli og Eva Björg að flytja nokkur vel valin lög í Tónspili, þar sem rauði þráður kvöldsins verður notalegheit og góð tónlist. Kvöldið ætti því að bjóða upp á eitthvað fyrir alla tónlistarunnendur.
Júlíus Óli er eflaust kunnugur flestum Norðfirðingum, enda hefur hann tekið þátt í allskonar sýningum sem undirleikari og hljómsveitarmeðlimur og öðrum tónlistarflutningi hér í bæ í
gegnum tíðina.
Eva Björg er einnig Norðfisk söngkona og söngkennari við Tónskólann í Neskaupstað,
Eva hefur í gegnum árin komið fram í hinum ýmsu söngleikjum og á tónleikum hér í bæ en leggur
þessa dagana stund á nám í söng- og söngkennslu við Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn þar sem hún er að klára sitt annað ár.
Þau hlakkar til að sjá ykkur sem flest og eiga notalega kvöldstund fulla af tónlist og góðri stemningu.
Húsið opnar klukkan 20:30 og tónleikar byrja um 21:00.
Miðaverð: 2500k