Miðvikudagur 28. maí
- 20:30 Þjófstart: Krem spilar R.E.M í Tónspili , aðgangseyrir rennur óskiptur til Brján.
Fimmtudagurinn 29. maí
- 14:00 Beituskúrinn opinn
- 21:00-23:00 Júlíus Óli í Beituskúrnum
Föstudagur 30. maí
- 10:00 Miðbærinn skreyttur og fánar dregnir að húni
- 11:45-14:00 Hádegishlaðborð á Hildibrand
- 14:00-03:00 Beituskúrinn í fullri drift.
- 21:00-23:00 Hr. Eydís og Erna Hrönn með 80´s tónleika í Egilsbúð, aðgangseyrir 5900 kr.
- 23:00- DJ Nonni Claessen, í Beituskúrnum
Laugardagur 31. maí
- kl.10:00-12:00 Hópsigling Norðfirska flotans – allir velkomnir - talsamband á rás 12.
- kl.12:00 „Bröns“ í Beituskúrnum
- kl.14:00 KFA/Þróttur Vogum á SÚN vellinum
- kl.14:00 Kappróður – Hoppikastalar á bryggjunni – Andlitsmálun
- kl.17:00-18:00 Krakkaball í Egilsbúð frá 17-18 Færibandið og Ágúst úr Söngvakeppninni (Frítt inn)
- kl.17:00-19:00 Vígsla á viðbyggingu Múlans, léttar veitingar, allir velkomnir
- kl.19:00- Hátíðarkvöldverður sjómanna á Hildibrand, skráning á hildibrand@hildibrand.is
- kl.23.00-02:00 Dansleikur í Egilsbúð frá 23-02 Færibandið og Ágúst 4000 kr inn og allur aðgangseyrir rennur beint til beztu björgunarsveitar landins, Gerpis.
Sunnudagur 1. júní
- 09:00 Skip og bátar draga íslenska fánann að húni –bæjarbúar flaggi sem víðast
- 09:00 Formleg enduropnun kaffihússins Nesbæjar
- 10:00 Sjómannadagsmót GN og Gjögurs á Norðfjarðarvelli
- 11:00 Dorgveiðikeppni 12 ára og yngri á Bæjarbryggjunni - pylsur að hætti Jóns Gunnars í boði SVN. Þáttakendur skulu vera í björgunarvestum og mæta vel fyrir tímann.
- 12:15 Barnadagskrá í Egilsbúð að lokinni dorgveiði, Júlí Heiðar og Dísa.
- 14:00 Hátíðarmessa í Norðfjarðarkirkju, heiðrun sjómanna
Séra Benjamín Hrafn Böðvarsson þjónar fyrir altari, Kór Norðfjarðarkirkju syngur undir stjórn Kaido Tani. Andri Snær flytur harmonikkutóna. Að messu lokinni verður blómsveigur lagður að minningarreit um óþekkta sjómanninn.
- 14:30 -18:00 Kaffisala Gerpis að Nesi Allur ágóði rennur til björgunarstarfa sveitarinnar.
- 15:30 Glens og gaman við sundlaugina:
- Reiptog, koddaslagur og fleira, skráning hjá Dóra Sturlu. 8683513.
- Verðlaunaafhendingar.