Upplýsingar um verð
0 kr.
Fyrstu tónleikar sumarsins eru helgaðir langt komnum nemendum tónlistarskólanna á Héraði. Tónlistarlíf á Austurlandi er einstaklega blómlegt og eiga tónlistarskólarnir stóran þátt í því. Meðal þeirra sem koma fram eru András Kerekes, Joanna Szczelina, Magnús Viðar Kristmundsson, María Szczelina, Stefanía Þórdís Vídalín, Thea Sóley Schnabel, Angelika Liebermeister, Halla Helgadóttir og Guðrún Sóley Guðmundsdóttir. Meðleikarar á píanó eru Suncana Slamnig og Sándor Kerekes.
Á efniskránni eru meðal annars verk eftir Jórunni Viðar, Pál Ísólfsson, Edvard Grieg, W.A. Mozart, Frédéric Chopin, Benjamin Godard og Gabriel Fauré.
Tónleikaröðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands, Múlaþingi og Tónlistarsjóði.
Aðgangur er ókeypis