Fréttir

Fjallahjól í Hallormsstaðarskógi
Solla Sveinbjörns, Local Icelander segir frá fjallahjólaferð í Hallormsstðarskógi:"Það að hjóla umkringdur skógi gefur svolítið nýja upplifun, lyktin setur punktinn yfir i-ið. Hallormsstaðarskógur er svo sannarlega skemmtilegur áfangastaður til að hjóla."

Fjallaskíði á Austurlandi
Vorin eru tími fjallaskíðunar og oftast á maður bestu dagana á þeim tíma árs, þegar sólin er farin að hækka á lofti og veðri farið að skána. Vorskíðun er svo sannarlega með þeim betri á Íslandi, þar sem snjórinn verður eins konar kornsnjór sem jafnast oft á við góðan púðursnjó.
Hér fyrir neðan ætla ég að fara yfir nokkra tinda á Austurlandi sem að er skemmtilegt að fara á fjallaskíðum, suma hef ég farið á sjálf og aðrir eru á listanum.
Að þessu sinni urður fjórir toppar fyrir valinu, en þeir spanna fjölbreytt landsvæði á Austurlandi og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Austfirsku alparnir, falin fjallaskíðaperla
Austfirsku alparnir bera svo sannarlega nafn með rentu. Eftir ferðalög um alla Evrópu í leit að bestu brekkunum eru Austfirsku alparnir ennþá með þeim efstu á listanum.
Það er eitthvað við þessi tignarlegu fjöll og sjávarsýn, sem dregur mann að.

Heimsókn Nature Relaxation í Breiðdal
Í sumar komu Nature Relaxation Films til Austurlands og tóku upp fallegt myndband í Breiðdalnum. Nature Relaxation Films eru með yfir 600.000 fylgjendur á Youtube og hafa sérhæft sig í því að taka slík myndbönd víðs vegar um heiminn.

PREFAB / FORSMÍÐ Einingahús og listræn tjáning frá einum aldamótum til annarra
Það gleður okkur að kynna opnun haustsýningar í Skaftfelli, miðstöð myndlistar á Austurlandi:
PREFAB / FORSMÍÐ
Einingahús og listræn tjáning frá einum aldamótum til annarra
Sýningarsalur Skaftfells, miðstöð myndlistar, Austurvegi 42, Seyðisfirði.
Sýningarstjóri: Guja Dögg Hauksdóttir
Opnun: 26. september 2020, kl. 14:00 - 18:00. Léttar veitingar og stuttar leiðsagnir verða í boði yfir daginn.
Við minnum sýningargesti á eins metra regluna og að spritta hendur við inngang. Vegna takmarkana geta aðeins um 25 gestir verið inni í salnum í einu og þess vegna er opnunartíminn lengri yfir daginn.
Sýningin stendur frá 26. september til 20. desember 2020.
Opnunartími: Mið - lau kl. 12:00 - 16:00. Lokað sun - þri.

Austfirskar krásir
Matargerð á Austurlandi hefur vaxið ásmegin á síðustu árum og kemur það m.a. fram í auknum fjölda framúrskarandi veitingastaða og sífellt fleiri haft lagt fyrir sig matvælaframleiðslu af einhverju tagi og sumir hlotið mikla athygli fyrir spennandi rammaustfirskar afurðir. Við hittum þrjá reynslumikla kokka til þess að kynna okkur matargerð á svæðinu og bestu hráefnin á Austurlandi.

101 Austurland
Bókin 101 Austurland – Gönguleiðir fyrir alla er væntanleg á markað í júní næstkomandi.

Leitum ljósmyndara og myndefnis frá Austurlandi
Austurbrú auglýsir eftir ljósmyndum og vídeóefni frá Austurlandi til notkunar við markaðssetningu landshlutans.

Heimsendur matur og sérstakar opnanir
Vegna ástandsins í þjóðfélaginu í dag hafa mörg fyrirtæki þurft að breyta eða aðlaga starfsemi sína. Austurbrú hefur á síðustu dögum tekið saman upplýsingar um matvöruverslarnir á Austurlandi sem eru með sérstakar opnanir fyrir viðkvæma hópa og verslanir og veitingaaðila sem senda mat heim.