Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Frá afhendingu verðlaunanna. Mynd: SAF.

Óbyggðasetur Íslands hlýtur nýsköpunarverðlaun SAF 2016

Óbyggðasetur Íslands er handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2016. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Óbyggðasetrinu verðlaunin við fjölmenna og hátíðlega athöfn á KEX Hostel föstudaginn 11. nóvember.

Aflatölur frá Strengjum

AFLATÖLUR Í frétt á vef Strengja kemur fram að veiðin hafi verið vel viðunandi víða miðað við hvernig sumarið var almennt þar sem vantaði smálax víða.

Áfram bjartsýn á millilandaflug um Egilsstaði

„Það að koma á millilandaflugi á aðra velli en Keflavík er verulega stórt verkefni sem hefur áhrif á ferðaþjónustuna í landinu. Bæði Norður- og Austurland vinna að kappi af því að ná inn flugi og það mun takast á næstu árum það er ég viss um."

Þjónustuhús risið á Vatnsskarði

Þann 28. október sl. var tekið í notkun þjónustuhús á Vatnsskarði sem einkum er ætlað ferðalöngum á leið í Stórurð. Húsið er eitt skrefið í uppbyggingu svæðisins.

Dagar myrkurs 2016: Rótgróin austfirsk menningarhátíð

Menningarveislan austfirska „Dagar myrkurs“ hefst á miðvikudaginn, 2. nóvember, og stendur til 6. nóvember. Alls kyns menning verður í öndvegi að venju og allir Austfirðingar munu geta fundið eitthvað við sitt hæfi á þessari rótgrónu austfirsku menningarhátíð.

Fréttatilkynning - Breytingar á Gistihúsi Egilsstaða

Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstaðir, býður þér að líta við fimmtudaginn 5. nóvember nk. kl. 17 og skoða innviði hótelsins, nú þegar einhverjum mestu breytingum frá upphafi rekstrar í Gistihúsinu er að ljúka. Verið velkomin!

Menningarhátíð undir kvöldhimni

Menningarhátíðin Dagar myrkurs hefst 28. október næstkomandi og stendur til 1. nóvember. Hátíðin hefur verið haldin árlega síðan 2000 og hefur fyrir löngu tryggt sér sess sem einn af helstu menningarviðburðum ársins fyrir austan þar sem íbúar fjórðungsins taka höndum saman og gera tilveruna bjarta þrátt fyrir takmarkaða dagsbirtu.

Áfangastaðurinn Austurland - Vertu með í að móta Austurland til framtíðar.

Könnun fyrir gesti og íbúa Austurlands – á netinu og í Upplýsingamiðstöð Austurlands Egilsstöðum.
Frá Fáskrúðsfirði. Mynd: Fjarðabyggð.

Fáskrúðsfjörður í Financial Times

Fáskrúðsfjörður og franski arfurinn var til umfjöllunar í grein í Financial Times á dögunum.
Frá Mannamótum í fyrra.

Mannamót markaðsstofanna 2015

Markaðsstofur landshlutanna standa fyrir viðburðinum Mannamót 2015 sem fer fram fimmtudaginn 22. janúar. Mannamótum er ætlað að mynda og efla tengsl á milli ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og auka dreifingu ferðamanna um landið allt.

Mögnuð norðurljós

Norðurljósamyndband sem Hálfdán Helgi Helgason tók af Eskifirði hafa vakið athygli víða. Hann segist hafa verið heppinn með veður þegar hann heimsótti heimaslóðir sínar um hátíðarnar.

Mynd um Eistnaflug

Heimilda-tónlistar-partístuðmyndin Eistnaflug 2014 nálgast lokametrana í framleiðslu en heimildamyndahlutinn verður frumsýndur á RÚV í mars/apríl.